- Advertisement -

Páll gagnrýnir Ríkisútvarpið af hörku

Páll Magnússon, þingmaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, er gagnrýnin á stjórnendur síns gamla vinnustaðar:

„Þessi ákvörðun stjórnar RÚV er í skásta falli heimskuleg en jaðrar þó líklega frekar við að vera hreint hneyksli. Staða útvarpsstjóra er þeirrar gerðar að um hana, og þá sem sækja um hana, getur ekki og má ekki ríkja nein leynd. Þegar þessari ákvörðun er bætt við þá stórundarlegu yfirlýsingu sömu stjórnar um daginn, að RÚV hafi þurft sérstaka staðfestingu Ríkisendurskoðanda á því að stofnuninni bæri að fara að lögum (!), þá er óhjákvæmilegt að velta fyrir sér á hvaða vegferð þessi stjórn er. Og þeir sem velja hana,“ skrifar Páll á Facebook.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: