Fréttir

Páll Einarsson jarðfræðingur: „Næsta gos verður alvarlegri atburður“

By Ritstjórn

May 23, 2022

Páll Einarsson jarðfræðingur biður fólk um að hætta að hugsa í þá veru að næsta gos á Reykjanesinu verði eins hættulaust og það síðasta við Fagradalsfjall. Næsta gos verði miklu hættulegra og alvarlegra.

Fyrir tveimur til þremur vikum hófst jarðskjálftahrina við Svartsengi á Reykjanesi. Atburðarásin nú minnir um margt á aðdraganda eldossins við Fagradalsfjall í fyrra. P´áll b´ýst við því að von sé á stórum jarðskjálfta nærri höfuðborgarsvæðinu og varar fólk við því að búast við svipuðu eldgosi og síðast:

Sjá einnig: Björn birtir lista yfir allt sem gæti eyðilagst í gosinu við Svartsengi

„Tilhneigingin er oftast þannig að við reiknum með því að næsta gos verði eins og síðasta gos. En í þessu tilviki held ég að það sé algjörlega óraunhæft, því að þetta gos var náttúrulega alveg sérstaklega viðfelldið og auðvelt í meðförum, þannig að við verðum að reikna með því að næsta gos – ef til þess kemur – að það verði alvarlegri atburður,“ segir Páll og bætir við:

„Flest önnur gos eru miklu dramatískari og byrja með látum og eru miklu hættulegri.“

Sjá einnig:  Enn skelfur jörð við Svartsengi – Magnús Tumi: „Staður þar sem geta orðið miklar skemmdir“

Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segir að land hafi nú þegar risið um nokkra sentimetra á svæðinu og hætta ´sé á miklu tjóni á innviðum ef eldgos hæfist við Svartsengi. Á þeim slóðum eru miklir innviðir. „Þannig getur orðið mikið tjón þó að það yrði ekki mjög stórt gos. Þetta er svona staður þar sem geta orðið miklar skemmdir,“ segir Magnús Tumi.

Jarðeðlisfræðingurinn Ólafur G. Flóvens, fyrrum forstjóri Íslenskra orkurannsóknar, tekur undir með Magnúsi Tuma. „Það seg­ir manni bara það að það hlýt­ur að vera mik­il hætta á eld­gosi í kring­um Grinda­vík, í Svartsengi og í Eld­vörp­um við nú­ver­andi aðstæður,“ segir Ólaf­ur og bætir því við að hefjist eldgos við Svartsengi yrðu Bláa lónið og orkuverið í Svartsengi í mikilli hættu vegna hraunrennslis. Mestar áhyggjur hafi hann þó af Grindavík.