- Advertisement -

Svarnir óvinir þeirra fátækari

Að venju brást Bjarni illa við staðreyndum.

Það er nánast galið að heyra forsætisráðherrann endurtaka sig frá því fyrir fjórum árum að nú verði að laga stöðu þess fólks sem verst er sett. Hún sagði þetta síðast sem stjórnarandstæðingur árið 2017. Skömmu áður en eina og hin skammlífa ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk í loft upp.

Meðan flokkarnir tveir lifðu í pólitískum kærleik gleymdi Katrín stöðu þeirra verst settu. Byrðarnar hafa verið færðar frá þeim ríkustu og yfir þá sem verst standa. Gunnar Smári veit þetta og benti á staðreyndirnar:

„Þið fluttuð skattbyrðina af þeim sem hafa það betur, til þeirra sem hafa það verr. Það er siðlaus aðgerð af fjármálaráðherra að taka fjörutíu eða fimmtíu þúsund krónur af þeim sem ekki eiga fyrir mat út mánuðinn. Það er siðlaus aðgerð,“ sagði hann í einræðuþætti Katrínar og Bjarna á Stöð 2 í gærkvöldi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Að venju brást Bjarni illa við staðreyndum. Varð illur eða þóttist vera það. Þannig stuggar hann fólki og umræðunni frá sér. Og kemst upp með það. Alltaf sama trixið. Þau eru mörg sem vilja að Bjarni pirrist ekki um of.

Stjórnarsinnar vissu hvað þeir voru að gera þegar þeir ákváðu að risaríkisstyrkirnir til Moggans, Stöðvar 2 og Fréttablaðsins yrðu bara til eins árs í senn. Ef fjölmiðlarnir passa sig ekki er hætta á að styrkirnir verði ekki veittir aftur.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: