Margt fólk útilokar að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking muni ná saman um næsta meirihuta í Reykjavík. Þegar fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálstæðisflokksins sagði slíkar hugmynd vera „rugl“ rifjaðist upp atburður fyrir rétt tæpum tíu árum.
Boðað var til blaðamanafundar að Kjarvalsstöðum 21. janúar árið 2008. Þar var kynntur nýr meirihluti í Reykjavík þar sem Ólafur F. Magnússon yrði borgarstjóri. Sá sem hannaði þá atburðarrás, Kjartan Magnússon, á að verða aðstoðarmaður Eyþórs Arnalds í hans nýja hlutverki.
Þá varð til skammlífur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Frjálsynda flokksins sem hafði einn borgarfulltrúa, Ólaf F. Magnússon.
Þau sem hafa lengi fylgst með íslenskum stjórnmálum vita að ekkert má útiloka. Ekkert. Oft fara hlutirnir þannig að hugsjónir víkja fyrir hagsmununum. Þá oft hagsmunum fárra.
Það væri fjarstæða að útiloka það sem virðist óhugsandi. Allra síst í íslenskum stjórnmálum.