- Advertisement -

Óvænt heimboð í hugarheim þingmanns

„Freist­ing­in sem stjórn­mála­menn standa frammi fyr­ir er mik­il. Áhætt­an er hverf­andi en von­in um ávinn­ing er tölu­verð.“

„Það er eðli stjórn­mála­manna að tryggja eins vel og kost­ur er að þeir nái end­ur­kjöri. Með lof­orðum, fyr­ir­heit­um og heit­streng­ing­um er reynt að vekja von­ir og vænt­ing­ar í brjósti kjós­enda og auka þar með lík­urn­ar á end­ur­kjöri,“ skrifar Óli Björn Kárason, þingmaður Sjáflstæðisflokksins, í Mogganum í dag, í grein þar sem hann býður okkur í heimsókn í hugarfar sitt.

Þetta er fágætt tækifæri sem við fáum ekki oft, kannski aldrei aftur. Óli Björn telur hann ekki einan, meðal stjórnmálamanna, hvað þetta varðar og ekki er sýnileg ástæða til að efast um það.

Best að halda áfram að skoða hið opna hugarfar þingmannsins: „Stjórn­mála­maður sem engu lof­ar um auk­in út­gjöld og gef­ur lít­il fyr­ir­heit á tak­markaða mögu­leika á að fanga at­hygli fjöl­miðla. Vegna þessa verður til eins kon­ar upp­boðsmarkaður lof­orða. Raun­ar eru upp­boðsmarkaðirn­ir marg­breyti­leg­ir, allt frá ein­stök­um byggðarlög­um til kjör­dæma, frá ung­um kjós­end­um til eldri borg­ara, frá verka­lýðshreyf­ing­unni til at­vinnu­greina og jafn­vel ein­stakra fyr­ir­tækja,“ skrifar hann.

Freistingin mikil, áhættan hverfandi

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Freist­ing­in sem stjórn­mála­menn standa frammi fyr­ir er mik­il. Áhætt­an er hverf­andi en von­in um ávinn­ing er tölu­verð,“ skrifar Óli Björn, sem hefur mikla reynslu af atkvæðaveiðum.

Fínt dæmi. Bjarni Benedilsson skrifaði og dreifði loforði, sem hann annað hvort ætlaði adrei eða gat ekki staðið við. Samt skilaði það eflaust árangri, fleiri atkvæðum.

„Þess vegna eru lof­orð gef­in, kosn­inga­víxl­ar slegn­ir, vilja­yf­ir­lýs­ing­ar und­ir­ritaðar, þings­álykt­an­ir lagðar fram, frum­vörp kynnt. Í sam­keppn­inni um at­kvæði freist­ast stjórn­mála­menn og ekki síst ráðherr­ar til að lofa því sem þeir geta ekki staðið við, gefa út víxla sem aðrir eiga að greiða, leggja fram til­lög­ur sem hafa lítið gildi og kynna frum­vörp sem þeir hafa lít­inn eða eng­an áhuga á að nái fram að ganga.“

Óli Björn vill gera fjölmiðla samseka stjórnmálamönnunum. „Ég hef áður haldið því fram að fjöl­miðlar gefi stjórn­mála­mönn­um tæki­færi til að gefa lof­orð og hafa uppi stór orð sem lít­il eða eng­in inni­stæða eru fyr­ir. Stjórn­mála­maður sem lof­ar aukn­um út­gjöld­um, stór­bættri op­in­berri þjón­ustu, fær yf­ir­leitt hljóðnema fjöl­miðlanna og frið til að flytja boðskap­inn. Sá er berst fyr­ir lækk­un skatta er hins veg­ar kraf­inn svara við því hvernig hann ætli að „fjár­magna“ lækk­un skatta. Og það er eins gott fyr­ir þing­mann sem vill draga úr um­svif­um rík­is­ins – minnka báknið – að vera til­bú­inn til að svara hvernig í ósköp­un­um hon­um komi slíkt til hug­ar.“

Verðum að lækka skatta

Í lok greinarinnar hugsar Óli Björn til komandi þings: „Þegar þing kem­ur sam­an eft­ir tæp­ar þrjár vik­ur verðum við, sem vilj­um draga úr um­svif­um rík­is­ins, lækka skatta á al­menn­ing og fyr­ir­tæki og ýta und­ir fram­taks­menn­ina svo þjóðarkak­an stækki, í minni­hluta, eins og oft­ast áður. Við get­um ekki reiknað með að fjöl­miðlar eða sterk­ir sér­hags­muna­hóp­ar veiti okk­ur stuðning. Að þessu leyti er við ramm­an reip að draga. En það er frá­leitt að gef­ast upp. Í þess­um efn­um hol­ar drop­inn stein­inn.“

„Þess vegna eru lof­orð gef­in, kosn­inga­víxl­ar slegn­ir, vilja­yf­ir­lýs­ing­ar

und­ir­ritaðar, þings­álykt­an­ir lagðar fram, frum­vörp kynnt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: