- Advertisement -

Ótti við jafnrétti

Núgildandi fyrirkomulag er skaðlegt réttindum barna.

Ótti við jafnréttiGunnar Waage fyrrverandi ritstjóri Sandkassans, skrifar:

Í allsherjar og menntamálanefnd liggur frumvarp til breytinga á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum. Því miður þá virðist á öllum sólarmerkjum að þetta frumvarp verði kæft.

Í innsendum umsögnum um frumvarpið koma fram ýmis álit. Í þeim tilvikum þar sem höfundur umsagnar setur sig upp á móti breytingunum, þá læðast fram stórfurðuleg viðhorf sem ekki hljóma við neina nútímahugsun.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Gagnrýnin er nefnilega samhljóma við þau rök sem notuð voru á 19. og 20. öld gegn því að konur fengju kosningarétt. Þá var m.a. varað við ósætti sem skapast myndi inni á heimilum ef eiginkonan tæki afstöðu í stjórnmálum.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ.
Í umsögn Öryrkjabandalags Íslands kemur fram eftirfarandi einföldun sem þó er gegnumgangandi í mörgum þessara ritverka.

Í umsögn Öryrkjabandalags Íslands kemur fram eftirfarandi einföldun sem þó er gegnumgangandi í mörgum þessara ritverka.

„í  3. gr.  Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir „það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn“. Af því leiðir að jafn réttur foreidra víkur fyrir hagsmunum barna.“

Í þessu máli er afleiða Öryrkjabandalagsins röng. Um leið og allir eru sammála um að hagsmunir barns skuli ávallt hafðir í fyrirrúmi enda er kveðið á um það í 1. grein barnalaga, þá er mótsögn fólgin í því að beita annan forsjáraðilann misrétti í þeim tilgangi að vernda hagsmuni barnsins. Þvert á móti þá er núgildandi fyrirkomulag til þess fallið að skaða forsjáraðila sem um leið skaðar barnið. Sú hugmynd sem felst í þessari röngu staðhæfingu Öryrkjabandalagsins, að hagsmunir barns séu aðrir hagsmunir en hagsmunir forsjáraðilans, stenst einfaldlega ekki neina skoðun.

Núgildandi fyrirkomulag er skaðlegt réttindum barna og kemur í veg fyrir að tveir forsjáraðilar geti brugðist við þegar eitthvað fer úrskeiðis. Hér er ekki einungis fjallað um barnabætur og meðlög. Forsjáraðilar barns eru verndarar þess, ef annar aðilinn veikist, þá er samkvæmt núgildandi fyrirkomulagi í mörgum tilfellum, búið að koma í veg fyrir að hægt sé að skerast í leikinn af hinum aðilanum.

Í 28. grein barnalaga segir:

„Foreldrum ber að annast barn sitt og sýna því umhyggju og virðingu og gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum.“

En fremur:

„Forsjá barns felur í sér rétt og skyldu fyrir foreldri til að ráða persónulegum högum barns og ákveða búsetustað þess. Forsjárforeldri fer enn fremur með lögformlegt fyrirsvar barns.“

Hér er því ekki einungis fjallað um réttindi barns, heldur einnig skyldur sem lögin leggja á foreldri. En núgildandi fyrirkomulag gerir forsjárforeldri ekki kleyft að framfylgja þeim skyldum. Á endanum þá er slíkt fyrirkomulag skaðlegt barninu.

Ef þau rök væru tekin gild að vernda bæri misrétti og lögleysu, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir deilur forsjáraðila, þá væru konur samkvæmt sömu hugmynd ekki með kosningarétt í dag. Þá væru engar almenningssamgöngur enda einfaldast að fólk búi bara og sofi á vinnustað sínum.

Það væru engin verkalýðsfélög og þar með ríkti fullkomin stöðugleiki á vinnumarkaði og svona mætti lengi telja. En mikið skelfilega væri þetta þá vondur og ranglátur heimur.

Furðulegar umræður

Þá er það furðuleg árátta hjá kjörnum þingfulltrúum að vilja velta fyrir sér hönnun, uppsetningu og gangsetningu gagnagrunna í þessu sambandi.
Mynd: Smári McCarty.

Þá er það furðuleg árátta hjá kjörnum þingfulltrúum að vilja velta fyrir sér hönnun, uppsetningu og gangsetningu gagnagrunna í þessu sambandi. Sá hluti málsins heyrir undir framkvæmd sem að sjálfsögðu er á höndum framkvæmdavaldsins. Rétt eins og löggjafinn lætur almennt ekki kerfisfræðileg álitaefni aftra sér frá því að setja lög, þá er ekkert í þessu frumvarpi sem kallar eftir slíku stökki fram af hengiflugi vanþekkingarinnar, að þingmenn séu að velta fyrir sér kerfislausnum og gagnagrunnsfræði.

Að jafnréttismálum og þinginu

Flutningsmaður þessa frumvarps, Hanna Katrín Friðriksson, segir 90% foreldra kjósa að fara þessa leið í dag, að lögheimili sé á báðum stöðum og að báðir foreldrar fari með jafnan ákvörðunarrétt þegar kemur að hinum ýmsu þáttum er varða uppeldi barna sinna.

Einn af meðflutningsmönnum frumvarpsins sem kveður á um tvöfalt lögheimili og tengdar lagabreytingar, er Þorsteinn Víglundsson.

Þorsteinn var flutningsmaður frumvarps um jafnlaunavottun sem ráðherra, þar var á ferðinni í mínum huga var afar þarft verkefni. En svo virðist þegar kemur að jafnrétti foreldra þá njóti sú hlið jafnréttisbaráttunnar ekki sama hljómgrunns innan þingheims. Einnig, að sá réttur barna til öryggis og velferðar sem kveðið er á um í barnalögunum og er ein af grunnstoðum réttarkerfisins, sé álíka óþarfur í hugum allt of margra þingmanna og kvenna.

Nei þá er hagsmunum barns og forsjáraðila stillt upp sem andstæðum pólum, gripið í 3. grein Barnasáttmálans og greinin rangtúlkuð.

Flutningsmenn frumvarpsins um tvöfalt lögheimili eiga þakkir skildar fyrir að fara fram með frumvarp um jafnlaunavottun og nú að klára málið með þessu frumvarpi, enda sýna rannsóknir að aukið foreldrajafnrétti eykur atvinnuþátttöku kvenna.

Andstaða við frumvarpið einkennist af íhaldssemi og afturhaldi. Það verður ekki bæði sleppt og haldið í jafnréttismálum og það er tímabært að jafnréttishugsun fái að ryðja sér til rúms, jafnt í orði, sem og á borði.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: