- Advertisement -

Óttast ekki Davíð Oddsson

Sjálfur gekkst hann undir mælingu á eigin styrk þegar hann bauð sig fram til forseta og fékk aðeins 13,7 prósent. Þá má segja að hann hafi jafnvel misst vígtennurnar.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, flestir hið minnsta, hafa engar áhyggjur af mótspyrnu Davíðs Oddssonar og félaga hans gegn þriðja orkupakkanum. Einn þeirra sem talað var við sagði þarna fara fámennan en háværan hóp sem eigi sér ekki marga stuðningsmenn innan flokksins.

Kannski 13,7 prósent flokksmanna? „Já, gæti best trúað því,“ sagði viðmælandinn.

Einn ákveðnasti bandamaður Davíðs í baráttunni er Styrmir Gunnarsson. „Atkvæði þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem greiða atkvæði með orkupakka 3 á eftir að verða þeim dýrkeypt,“ skrifar hann á heimasíðu sína.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Breytir engu, segja þeir sem óttast ekki andstöðu Davíðs og félaga.

Kenningin er sú að upp sé komin önnur kynslóð sem hlustar lítt eða ekki á Davíð og hans menn. 

Eftir stendur að alls ekki er einhugur um Bjarna Benediktsson formann flokksins. Bjarni lék þingflokkinn nokkuð illa þegar hann bannaði þingmönnunum að segja eitt einasta orð um fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur fyrr en hann gefur þeim tóninn. Ekki eru allir sáttir við þessa ákvörðun Bjarna.

Þetta er útúrdúr. Aftur að hinu málinu.

Ekki er útilokað að þigmenn séu ekki eins rólegir og þeir vilja vera láta. Það er áratuga hefð fyrir því að taka mark á Davíð Oddssyni. Sjálfur gekkst hann undir mælingu á eigin styrk þegar hann bauð sig fram til forseta og fékk aðeins 13,7 prósent. Þá má segja að hann hafi jafnvel misst vígtennurnar.

Hið minnsta er að hann nýtur ekki sama hljómgrunns innan flokksins og áður.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: