Stjórnmál „Það hefur verið skipt um einstaklinga. En í grunninn erum við með sömu stofnanir. Við erum með þessu sterku stjórnmálaflokka. Þeir eru ekki bara samansafn af einstaklingum, heldur verða þeir apparöt og sem slíkir hafa þeir tilhneigingu til að ná til sín völdum og viðhalda sjálfum sér,“ sagði Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, í Sprengisandi á Bylgjunni í gær þegar rætt var um störfin á Alþingi og hvers vegna þau eru með þeim hætti sem þau eru.
„Ég held að þetta sé kerfi sé orðið of stórt, of stórt fyrir einstaklingana inn í því. Við verðum að skoða þessa grunneiningu. Við getum endalaust týnt til og púslað smáatriðum í vinnureglum þingsins. En ef sami vilji verður alltaf að baki finna menn alltaf nýjar leiðir til að vinna með það.“
Óttarr sagði ekki bara þurfa að breyta vinnureglunum á þingi, ekki síður þurfi að breyta hugarfarinu sem þar ríkir og kerfinu.
Hann sagðist eiga við hvernig flokkarnir hafa byggst upp, þeir séu nokkurskonar hausar af valdablokkum í samfélaginu.
Eru kjósendur ekki að breyta flokkunum, í ljósi skoðanakannanna?
„Jú, vissulega. Við eigum eftir að einnig miklar hreyfingar á síðasta kjörtímabili í fylgiskönnunum og svo varð niðurstaðan í kosningunum með þeim hætti sem hún varð.“