- Advertisement -

Óttarr hunsar Leiðarljós

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, las upp úr blaðagrein frá Leiðaraljósi, í ræðustól Alþingis fyrir stundu.

„Starfsmenn og stjórn áttu fund með heilbrigðisráðherra þann 1. febrúar síðastliðinn. Ráðherra lofaði að skoða málið og vera í sambandi við stjórnina en engin svör hafa þó borist þrátt fyrir fjölmargar ítrekanir þar um. Hvorki ráðherra né aðstoðarmaður hans hafa svarað neinum beiðnum né beiðnum um fundi eða skilaboðum. Algjör þögn hefur mætt Leiðarljósi.“

Ari Trausti sagði Leiðarljós vera samtök sem var stofnað til árioð 2012. „Hlutverk þeirra er að bæta líf fjölskyldna langveikra barna og halda utan um sorgarhóp foreldra sem misst hafa börn vegna langra eða langvinnandi veikinda. Þau hafa starfað fyrir söfnunarfé og ríkisstyrki sem hafa dugað fram til ársloka 2016 og nú óskar Leiðarljós eftir aðkomu ríkisins í samræmi við viljayfirlýsingu ráðherra frá 2012 og úttekt sérfræðings um góða hæfni samtakanna. Hvað gerist þá?“ Ekkert svar, einsog getið var um hér að ofan.

„Hver ætlar að taka við þessum málaflokki ef heilbrigðisráðherra landsins sér ekki sér einu sinni fært að eiga samtal við það fróða og sérfróða heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir veikustu börnum landsins?“

„Nú spyr ég, sagði Ari Trausti: Hvað gerum við háttvirtir þingmenn? Eigum við ekki að vera leiðarljós og hvað þá hæstvirtir heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra?“

-sme

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: