- Advertisement -

Ótrúlega hræðilegur raunveruleiki

„Það eru óteljandi mörg dauðsföll búin að vera í kringum mig í ár.“

Halldóra Mogensen hélt ræðu á Alþingi fyrir andartaki. Ræða var sérstök:

„Mig langar að lesa hér upp skilaboð sem ég fékk nýlega í kjölfar umræðu um afglæpavæðingu og skaðaminnkun, með leyfi forseta:

„Ég hef verið að reyna að gera það sem ég get til að leggja mitt á vogarskálarnar og berjast fyrir réttindum vímuefnanotenda. Ég sit akkúrat núna alveg buguð eftir að fylgjast með fólkinu mínu hrynja niður síðustu mánuði. Það eru óteljandi mörg dauðsföll búin að vera í kringum mig í ár og á sama tíma og vinir mínir eru að deyja þá líður mér eins og ekkert sé að gerast og mér finnst það ekki boðlegt. Fólk sem ekki hefur staðið í þessum sporum getur ekki skilið hvernig það er að vera 27 ára og þekkja fleiri sem hafa dáið en útskrifast, eða hvernig það er að sitja með grátandi foreldra vinkvenna sinna í fanginu vegna þess að þau misstu börnin sín af því vinir þeirra þorðu ekki að hringja á sjúkrabíl. Á hverjum einasta degi er ég hrædd um það hver verði næstur til að fara. Frá árunum 2019–2021, þekkti ég 11 manns sem létu lífið. Bara einn af þeim var kominn yfir þrítugt og þá var samt ekki þetta fentanýlmál í gangi. Núna í ár hafa þrjú af þeim sem ég þekkti til dáið vegna þess að fólk var hrætt við að hringja eftir aðstoð. Ég er orðin svo þreytt og þetta er svo ótrúlega hræðilegur raunveruleiki sem við búum í. Er staðan í alvöru þannig að við eigum bara að halda áfram og sætta okkur við stöðuna á meðan það eru lögð fram endalaus frumvörp og nýjar nefndir skipaðar og svo gerist ekki neitt?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég skil þessa spurningu eftir hjá ykkur, kæru kollegar og kæra þjóð.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: