- Advertisement -

Ótrúleg viðbrögð ráðherrans

Oddný: Spyrjum um tekjuöflun; auðlegðarskatt, veiðigjöld…

„Þetta eru ótrúleg viðbrögð ráðherra byggðamála. Spyrjum um tekjuöflun, auðlegðarskatt, veiðigjöld og fjármagnstekjuskatt áður en við samþykkjum að skerða tekjustofna sveitarfélaga sem mun bitna harðast á börnum og fötluðum,“ skrifar Oddný Harðardóttir um vilja Sigurðar Inga og meðráðherra hans um að stórskerða framlög til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

„Hagkerfið er að kólna og sveitarfélögin og ríkið eru samtals hið opinbera. Það er auðvitað mjög mikilvægt að þar sé mikið og gott samtal á milli og þess vegna átti ég frumkvæðið að því að boða forsvarsmennina á fund í framhaldinu,“ sagði Sigurður Ingi við fréttastofu Rúv.

Hann var minntur á að hann væri ráðherra sveitarstjórnarmála og hvort hann samdráttur myndi ekki leiða til skerðingar á þjónustu. Svarið var þetta:

Oddný er gagnrýnin á vilja Sigurðar Inga sem mun að óbreyttu koma illa við fatlað fólk og veikt.

„Þetta er bara eitt af því sem við þurfum að fara yfir. Ef hagkerfið er að kólna á næstu árum þá mun það auðvitað gerast í sveitarfélögunum líka. Ef sveitarfélögin vilja fara aðra leið að því að ná fram þessu sama, þá held ég að það sé mjög gott fyrir ríkið að taka það samtal milli þessara tveggja stjórnsýslustiga sem standa jafnfætis og á jafningjagrunni og það munum við gera.“

Þvílíkt og annað eins. Hér er nánast hótað.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins hefur áhyggju, eins og lesa má í meðfylgjandi frétt. Þar segir hún meðal annars:

Er þetta nútíma úrræðið? Einu sinni var fötluðu og gömlu fólki fleygt fram af björgum til að spara. Hvert eru stjórnvöld að stefna með fatlað og langveikt fólk á Íslandi? Það er alla vega ljóst að við þurfum að passa sérlega vel upp á nýfengið frelsi sem er NPA.“



Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: