Stjórnmál Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún skrifar um Vinstri græn í Moggann í dag. Aðfinnslur hans eru í sex tölusettum liðum. Hér er liður númer fjögur birtur:
„Ég þekki menn sem voru slíkar óþverraskepnur í Rangárvallasýslu að hafna mönnum til áframhaldandi starfs og gerðu það með nánast engum fyrirvara. Þetta sama gerði Svandís Svavarsdóttir með stöðvun hvalveiða í fyrra. Þar misstu margir þær tekjur sem þeir höfðu reiknað með í fjárhagsáætlun síns heimilishalds. Það er ekki alþýðusinnað fólk sem kemur svona fram gagnvart launafólki. Hvað væri sagt ef ráðherra yrði rekinn úr starfi með dags fyrirvara og tryggt að hann yrði um leið launalaus?“