- Advertisement -

Óþarft níu milljóna „montblað“

„Í svarinu segir því að 9 milljóna bæklingur var óþarfur. Flokkur fólksins veltir fyrir sér hvað varð um yfirlýst sjónarmið meirihlutans um að draga úr sóun og óþarfa eyðslu, gæta að kolefnissporum o.s.frv. Með útgáfu þessa bæklings virðist sem þau sjónarmið hafi gleymst. Þessi bæklingur er ekkert annað en „montblað“ borgarstjóra sem vill sýna með þessu að loksins er nú farið að byggja eftir margra ára lognmollu,“ segir í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins.

Þess vegna þarf borgarstjóri og meirihlutinn að bregða sér í hlutverk fasteignasala.

Meirihlutinn klóraði í bakkann: „Uppbygging fasteigna í Reykjavík er umfangsmikið verkefni sem veltir tugum milljarða á ári enda um mikilvæga hagsmuni íbúa að ræða. Til þess að uppbygging gangi sem skyldi þarf bæði markaðurinn en ekki síður uppbyggingaraðilar á húsnæðismarkaði að hafa góðan aðgang að upplýsingum um þarfir á markaði, fyrirhugaða uppbyggingu og stöðu uppbyggingaverkefna. Þetta gefur þeim færi á að tryggja að þeirra verkefni séu á réttum stað, á réttri stundu og fyrir réttan kaupendahóp.“

Kolbrún var ekki slegin  út af laginu: „Vandinn er hins vegar sá, alla vega enn sem komið er, að allt of mikið er af rándýru húsnæði sem ekki selst. Þess vegna þarf borgarstjóri og meirihlutinn að bregða sér í hlutverk fasteignasala og gefa út bækling sem þennan. En borgarfulltrúi Flokks fólksins vill þakka þeim sem svaraði og gerir sér grein fyrir að það hlýtur að vera erfitt að vera starfsmaður borgarinnar og þurfa að verja svona lagað.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: