- Advertisement -

Óstjórn í ráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar

„Ekki er skárra að upp­lýs­inga­deild­in hallaði efn­is­lega réttu máli. Þetta voru ekki ein­hver „skila­boð ráðuneyt­is­ins“, held­ur var þar bein­lín­is gef­in yf­ir­lýs­ing um ut­an­rík­is­stefn­una í nafni Íslands.“

Leiðari Moggans í dag.

Stjórnsýsla Annar hluti leiðara Moggans í dag er með fádæmum. Þar segir frá „valdatöku“ ráðuneytisstjórans. Það er ekki styrkleiki ráðherra að farið sé á bak vip hana. Ekki síst þegar málið er nokkuð alvarlegt. Þórdís K.R. Gylfadóttir setur niður við þetta.

Kíkjum á skrif Davíðs, fyrrverandi utanríkisráðherra:

„Óvenju­leg yf­ir­lýs­ing ut­an­rík­is­ráðherra á X (Twitter) sl. laug­ar­dag um leiðbein­andi álit Alþjóðadóm­stóls­ins þar sem Ísra­el var send­ur tónn­inn vakti at­hygli, enda fátítt að stór­póli­tísk­ar yf­ir­lýs­ing­ar í nafni Íslands séu gefn­ar þar.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Davíð Oddsson, ritstjóri Moggans og fyrrverandi utanríkisráðherra:
„Sé það rétt, að yf­ir­lýs­ing­in hafi verið gef­in að frum­kvæði skrif­stofu­stjóra án at­beina ráðherra, er hún í umboðsleysi og óleyfi, sem verður að hafa taf­ar­laus­ar af­leiðing­ar.“

Það kann að kalla á frek­ari skýr­ing­ar, því ut­an­rík­is­ráðherra fjall­ar sára­sjald­an um niður­stöður Alþjóðadóm­stóls­ins á X og aldrei nema þegar Ísra­els­ríki ligg­ur und­ir ámæli.“

„Og aldrei nema þegar Ísra­els­ríki ligg­ur und­ir ámæli.“ Þýðir þetta að tiplað sé á tánum þegar málefni Ísrael á hlut að máli?

„Hálfu óvenju­legra er þó, að á mánu­dag staðhæfði upp­lýs­inga­deild ráðuneyt­is­ins að Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra hefði alls ekki staðið að um­ræddri yf­ir­lýs­ingu, held­ur hefðu þetta verið „skila­boð“ frá sjálfu ráðuneyt­inu, eins og það sé eitt­hvað allt annað.

Hér virðist gæta ein­hvers stór­kost­legs mis­skiln­ings um eðli stjórn­sýsl­unn­ar.“

Ekki er búið að kreista allan safann úr þessu sérstaka máli:

„Ráðuneytið er skrif­stofa ráðherra og starfar ein­vörðungu að fyr­ir­mæl­um hans. Það hef­ur enga sjálf­stæða stefnu og birt­ir ekki eig­in yf­ir­lýs­ing­ar. Að lög­um er valdið og ábyrgðin ráðherr­ans, ekki starfs­manna hans.

Ekki er skárra að upp­lýs­inga­deild­in hallaði efn­is­lega réttu máli. Þetta voru ekki ein­hver „skila­boð ráðuneyt­is­ins“, held­ur var þar bein­lín­is gef­in yf­ir­lýs­ing um ut­an­rík­is­stefn­una í nafni Íslands.

Eng­inn vafi má leika um völd og ábyrgð í nafni lýðveld­is­ins, síst á alþjóðavett­vangi.

Sé það rétt, að yf­ir­lýs­ing­in hafi verið gef­in að frum­kvæði skrif­stofu­stjóra án at­beina ráðherra, er hún í umboðsleysi og óleyfi, sem verður að hafa taf­ar­laus­ar af­leiðing­ar.“

Hér er kallað á refsingar. Brottrekstur?

„Ut­an­rík­is­stefn­an er í upp­námi ef nafn­laus emb­ætt­ismaður get­ur vélað um hana eft­ir eig­in höfði. Slík­ar yf­ir­lýs­ing­ar hafa merk­ingu og geta reynst Íslandi af­drifa­rík­ar í hverf­ul­um heimi.

Eng­inn vafi má leika um völd og ábyrgð í nafni lýðveld­is­ins, síst á alþjóðavett­vangi.

Enn ein­kenni­legra var því síðbúin árétt­ing úr ráðuneyt­inu um að ráðherra bæri ábyrgð á því efni, sem frá því kæmi. Sem þá vek­ur aðeins spurn­ingu um hver ráði þar í raun,“ segir í leiðara Moggans, sennilega skrifuðum af fyrrverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddssyni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: