- Advertisement -

Össur vill víti á Sigmund Davíð

Stjórnmál  Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var ekki sáttur við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í þingræðu í gær og lagði að forseta þingsins að koma forsætisráðherra til umræðu um verðtryggingu, „…með góðu eða illu til að ræða verðtrygginguna og mögulegt afnám hennar, eða veita honum þingvíti ella. Komið hefur fram að hæstvirtur forseti þingsins hefur gert reka að því að koma hæstv. forsætisráðherra hingað og hann hefur hafnað því.“

Össur nefndi að sumir þingmanna Framsóknarflokksins hafi „…skotið úr öllum fallbyssum sínum og spurt: Hvað líður afnámi verðtryggingarinnar?“

Össur spurði hvort forseti ætli ekki að sjá til þess ráðherrann; „…standi undir þingskyldum sínum og komi hingað og ræði við þingmenn Samfylkingarinnar um afnám verðtryggingar, samanber yfirlýsingar hans og samanber samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: