- Advertisement -

Össur vill sjá Katrínu sem næsta forseta

„Katrín er að ýmsu leyti einhver besti forsætisráðherra sem við höfum átt og finnst hún glæsilegur fulltrúi Íslands erlendis.“

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.
„Ég vil gjarnan sjá hana á Bessastöðum.“

„Katrín er að ýmsu leyti einhver besti forsætisráðherra sem við höfum átt og finnst hún glæsilegur fulltrúi Íslands erlendis. Hún virðist hafa ráðið miklu í ríkisstjórninni, kannski af því Framsókn er augljóslega að horfa til framtíðar með því að halla sér til vinstri. Ýmsar lausnir ríkisstjórnarinnar, ekki síst á tímum Covid, hafa þannig verið vinstri sinnaðar og átt þátt í því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst tiltrú sinna eigin manna,“ segir Össur Skarphéðinsson í Moggaviðtali sem Kolbrún Bergþórsdóttir tekur við Össur. Viðtalið er í Mogga morgundagsins og er langt. Hér er aðeins lítill hluti þess.

„Þrátt fyrir þetta hefur Katrín verið gagnrýnd mjög, einkum af vinstri vængnum og ekki síst af hennar eigin fólki. Þessa gagnrýni má að stóru leyti rekja til hugrekkis hennar við að styðja í orði og á borði stuðningsaðgerðir ESB og Atlanshafsbandalagsins við Úkraínu í hinu dæmalausa innrásarstríði Rússa. Katrín er nógu gáfuð og skynsöm til að skilja að annað er ekki í stöðunni ef á að koma í veg fyrir að Pútín og hans lið valti yfir Úkraínumenn. Það er hins vegar flókið og erfitt að skýra út hvernig þessi stuðningur við NATO og ESB gagnvart Úkraínu rímar við andstöðu VG við báðar þessar stofnanir. Manni finnst stundum að Katrín sé í vitlausum flokki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Væri ég í hennar sporum myndi ég íhuga að láta nótt sem nemur í næstu kosningum, hvíla mig frá stjórnmálum, annað hvort hér heima eða erlendis og taka því svo jákvætt yrði hún beðin um að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands þegar það embætti losnar. Ég vil gjarnan sjá hana á Bessastöðum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: