Félag atvinnurekenda, Húseigendafélagið og Landssamband eldri borgara segja í sameiginlegri áskorun að ríki og sveitarfélög þurfi að ná saman um leiðir til að breyta „óskiljanlegu og ósanngjörnu kerfi þar sem skattlagning fólks og fyrirtækja eltir sveif lur í eignaverði“. Fasteignamat hafi hækkað um 9,9 prósent milli ára og án aðgerða leiði sú hækkun til samsvarandi hækkunar fasteignaskatta og -gjalda.
„Húseigendafélagið, Landssamband eldri borgara og Félag atvinnurekenda skora á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra sveitarstjórnarmála að beita sér fyrir viðræðum við sveitarfélögin og hagsmunaaðila um að breyta lögum um fasteignamat og tekjustofna sveitarfélaga og koma á gegnsærra og sanngjarnara kerfi.“