- Advertisement -

Óseðjandi auðmenn allra landa

Erlendir auðmenn hafa keypt og vilja kaupa íslenskar jarðir. Þar gerast þeir sporgöngumenn íslenskra „auðmanna“ sem „keyptu“ bændur af jörð eftir jörð fyrir peninga sem í raun voru ekki til. Það endaði í fullkominni kaos. Sveitirnar breyttust og áhrif auðmannanna voru víða vond og augljós.

Stöðvarfjörður, Breiðdalsvík og Djúpivogur bera öll merki þess að íslenskir auðmenn hafa komið þar við og breytt samfélaginu í þeim byggðum. Í krafti auðs eða takmarkalausan aðgang að lánspeningum hafa þeir keypt burt lífsviðurværi fólksins sem þar bjó og býr. Þeir virðast óseðjandi.

Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Súðavík, Ísafjörður og Bolungarvík bera sömu merki og byggðirnar fyrir austan. Við erum með ótal dæmi um hvernig íslenskir auðmenn hafa farið um landið og engu eirt. Er alveg víst að íslenskir auðmenn séu betri en erlendir, þó með öllu sé ástæðulaust að mæla þeim erlendu bót?

Er ekki rétt að nota umræðuna nú til að skoða hvaða áhrif íslenskir auðmenn hafa haft á samfélagið? Ekki einblína bara á þá erlendu. Upphafsreiturinn verður alltaf sá sami. Auðmenn allra landa eru óseðjandi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: