Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðfokksins, og fyrrverandi þingmaður og ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn hendir gaman af nýafstöðnu flokksþingi Framsóknar.
„Fámennt flokksþing skilar sér í fáum atkvæðum. Sýnist að meintur formaður hafi tapað helming þeirra atrkvæða sem hann fékk 2016. Þá voru þau 370 en nú 185 og 94%. Ætli þetta sé fámennasta þingið í sögu flokksins?“ Eins hafði Gunnar Bragi nefnt að Lilja Alfreðsdóttir væri eini heiðarlegi Framsóknarmaðurinn.
Þannig skrifaði hann og vakti þar með upp Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrverandi þinmann Framsóknar.
Kannastu við það?
„Hvernig dettur þér í hug að segja að í Framsóknarflokknum í dag sé aðeins ein heiðarleg manneskja! Ég hef þekkt þig lengi og líkað vel við þig þó það sé langt frá því að ég hafi alltaf verið sammála þér en dettur þó ekki í hug að flokka þig sem óheiðarlegan fyrir vikið. Þinn foringi fékk frítt borð sem formaður flokksins og stuðnning allra. Hvernig tókst honum að klúðra því? Þar sem flokkadrættir eru verður alltaf „smölun“ í pólitík. Voruð þið Miðflokksfólk „saklaus“ af því. Eða var það andvaraleysi í vissu ykkar fyrir sigri? Én ég þekki þó til félaga þar sem séð var til þess að engin færi sem fulltrúi á kjördæmis- og flokksþing nema díla rétt í þínum anda. Eða kannastu ekki við það.? Staðan er þessi í hnotskurn: Sigmundur Davíð fékk fullan stuðning sem formaður; frá almennum flokksmönnum og þingflokknum. Ég ætla ekki að rekja söguna hér en þegar formaður flokks á ekki lengur neinn trúnað mikils meirihluta síns þingflokks er komið í óefni og uppgjöri ekki forðað. Þið; verulegur hluti flokksfólks ákváðuð að una ekki úrslitum í formannskjörinu. Við því er ekkert að gera og það var að sjálfsögðu ykkar réttur. Ekki saka þá sem eftir voru um að þið mörg virðist ekki geta slitið hugann frá ykkar gamla flokki og félögum. Gangi þér svo allt í haginn í framvegis.“
Óheiðarlegt fólk
Gunnar Bragi svarar: „Það gat nú verið að þu snérir útúr þessu Jóhannes. Flokkurinn var tekinn með óheiðarlegum hætti af óheiðarlegu fólki. Ekki veit ég hvort þú tókst þátt í því. Andvaraleysi !! Þú greinilega samþykkir vinnubrögðin.“
JGS: „Ég er ekki að snúa út úr neinu Gunnar Bragi. Þú verður að útskýra nánar hvað þú átt við með að flokkurinn hafi verið tekinn á óheiðarlegan hátt; ég var ekki á staðnum og hvernig snéri ég útúr þinum orðum hér að ofan?“
GBS: „Heldurðu virkilega að ég segi alla óheiðarlega ?? Ef þú þekkir ekki málið hvers vegna ertu þá að verja þetta lið? Eg veit vel að þér líkaði ekki sdg og man ég eftir samtali okkar um Icesave. Fólk var skráð í flokkinn, þvíi smalað í rútur, valið inn á kjörskrá, fólki sem sótt hafði þingin i 40 ár hafnað fyrir utan alla lygina sem vinir þínir dreifðu. Ég á ekki samleið með slíku fólki, kannski þú.“
Hvað með Kínverjana?
JGS: „Voru ekki rúturnar fullar að kínverjum ? :)“ Og: „Nú verðurðu að vera nákvæmari. Hvaða lygi? Hvaðan komu rúturnar? Ég þekki alveg dæmi þess að það var séð til þess að engir færu á þingið nema stuðningsfólk þíns málstaðar þannig að þau rök hjá þér falla um sjálft sig.“
GBS: „Sé ekki tilganginn í þessu, þú ert löngu búuinn að ákveða hvað er rétt og satt. En mun senda þér langan prívatpóst og kveðja þig síðan.“
JGS: „Eru þetta vinnubrögðin: Kveðja þá sem eru ekki sömu skoðunnar? Það kann ekki góðri lukku að stýra!!“
GBS: „Skoðunar? Hef ekkert við þínar skoðanir að athuga þótt við höfum yfirleitt verið ósamála um þær 🙂 .“