Greinar

Ósannindi Þorsteins Víglundssonar

By Ritstjórn

September 23, 2020

Gunnar Smári skrifar:

Þorsteinn Víglundsson hélt því fram í útvarpinu áðan að árin frá 1970-90 hefðu verið tapaður tími varðandi kaupmátt. Þetta er ósannindi. Verðbólguárin voru Íslendingum miklu hagfelldari en nýfrjálshyggjuárin; hagvöxtur var öflugri, jöfnuður meiri, kaupmáttaraukning brattari, velferðarkerfið í hraðar uppbyggingu og traust almennings á stofnunum samfélagsins sterkari. Sagan mun sýna að árin 1990-2020 eru tapaðir áratugir á Íslandi, næstu áratugina verðum við að mynda ofan af þeirri þvælu allri.