Stjórnmál
„Á meðan á sumarleyfi borgarstjórnar stendur fer borgarráð með heimildir borgarstjórnar. Í borgarstjórn eru allir fulltrúar með atkvæðisrétt ólíkt því sem á við í borgarráði. Fulltrúi Sósíalista telur mikilvægt að útfæra verklag sem tryggir að fulltrúar allra flokka hafi jafna aðkomu að málum þegar fundir borgarstjórnar leggjast af yfir sumartímann,“ þannig bókaði Sanna Magdalena Mörtudóttur Sósíalistaflokki.
Sem sjá má finnst henni ósanngjarnt meðan borgarstjórn fundar ekki missi þeir borgarfulltrúar sem hafa ekki atkvæðisrétt í borgarráði atkvæðisrétt þegar greidd eru atkvæði að sumri til.