„Meirihluti fjárlaganefndar bregst við kólnandi hagkerfi fyrir aðra umræðu fjárlaga á fimmtudag með aðhaldsaðgerðum. Willum Þór Þórsson formaður nefndarinnar segir veikari krónu og minni einkaneyslu hafa þar áhrif. Framlög til öryrkja lækka um 1100 milljónir og hægt verður á framkvæmdum við nýjan Landspítala og nýtt skrifstofuhús Alþingis,“ segir á ruv.is
Til að kynda kólnandi hagkerfi fundu ríkisstjórnarflokkarnir engan hóp annan en öryrkja til að kynda hið kólnandi hagkerfi.
„Verðbólgan er að láta á sér kræla og það er stór hluti frumvarpsins sem er í launum og verðbótum og það þarf að taka tillit til þess sem hefur áhrif á fjölmargar stærðir og svo þarf að gera almennar ráðstafanir til að mæta þeim útgjaldaauka og svo er einkaneyslan er að dragast saman á næsta ári og það er högg í virðisaukaskattstekjur,“ segir Willum á ruv.is
Víst er að ákvörðun Bjarna Benediktssonar og hans fólk í fjárlaganefndinni mun mælast illa fyrir.
Lítið hald virðist í Vg og Framsókn. Ríkisstjórnin er að efna til ófriðar. Öryrkjar standa ekki einir. Breytt forysta stéttarfélaga hafa heitið þeim stuðningi.
Fyrir allt það fólk er verk að vinna. Breyti þingið ekki þessari ákvörðun stefnir í átök milli þjóðfélagshópanna.