- Advertisement -

Öryrkjar sætt valdbeitingu og kúgun í 27 mánuði

Ríkisstjórn KJ hefur beitt öryrkjum þessum vinnubrögðum í 16 mánuði.

Vegna óska endurbirtum við síðustu grein Björgvins heitins Guðmundssonar. Greinin birtist hér á Miðjunni á dánardag Björgvins.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Framfærsluuppbót eða lágmarksframfærsla var tekin upp, þegar Jóhanna Sigurðardóttir var félagsmálaráðherra 2008 í stjórn Geirs H. Haarde. Jóhanna vildi tryggja, að aldraðir og öryrkjar hefðu alltaf einhverja lágmarksframfærslutryggingu. Þess vegna gerði hún tillögu um framfærsluuppbótina. Enda þótt margir teldu, að þessi uppbót væri ekki nógu há, þegar hún var tekin upp, var hún þó mikið framfaraspor.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þetta gerðist og mikil breyting orðið. Öryrkjum fannst þessi framfærsluuppbót til mikilla bóta, þegar hún var tekin upp en þar kom, að öryrkjum fannst uppbótin vera orðin til óÞurftar. Hvernig mátti það vera? Jú,það var vegna þess, að það var farið að skerða framfærsluuppbótina, ef hlutaðeigandi hafði aðrar tekjur t.d. af atvinnu, lífeyrissjóði, fjármagni eða einhverju öðru.

Jóhanna Sigurðardóttir:
Jóhanna vildi tryggja, að aldraðir og öryrkjar hefðu alltaf einhverja lágmarksframfærslutryggingu.

Þessa skerðingu var farið að kalla krónu móti krónu skerðingu. Framfærsluuppbótin er í kringum 60 þús. krónur á mánuði. Og ef öryrkinn hefur aðrar tekjur jafnháar, þ.e. 60 þús. krónur er öll framfærsluuppbótin þurrkuð út. Þetta er furðulegt „ráðlag“. Auðvitað átti aldrei að skerða framfærsluuppbótina heldur að leyfa henni að standa þrátt fyrir viðbótartekjur. Sennilega hefur hugsunin verið sú, að þar sem fram framfærsluuppbótin átti að tryggja lágmarksframfærslu þyrfti viðkomandi ekki á henni að halda, ef hann hefði fengið jafnháar aðrar viðbótartekjur.

Við endurskoðun laga um almannatryggingar, sem lauk haustið 2016 og leiddi til lögfestingar nýrra laga 1. jan. 2017, var gert ráð fyrir að afnema krónu móti krónu skerðinguna. Það var gert gagnvart öldruðum 1. jan.2017. Það var einnig búið að tilkynna öryrkjum, að hið sama mundi gilda um þá. Á síðustu stundu féllu fulltrúar þáverandi ríkisstjórnar frá því.

Það var ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, sem var við völd. Stjórnin tilkynnti Öryrkjabandalaginu, að krónu móti krónu skerðingin yrði ekki afnumin gagnvart öryrkjum, nema öryrkjar tækju upp starfsgetumat. Þetta var fáheyrt. Þarna var greinilega reynt að beita kúgun til þess að fá öryrkja til þess að taka upp starfsgetumat. Krónu móti krónu skerðingin var afnumin án skilyrða gagnvart öldruðum og að sjálfsögðu átti það sama að gilda um öryrkja. Annað var gróf mismunun. Framfærsluuppbótin var afnumin hjá öldruðum eða ígildi hennar var fellt inn í ellilífeyrinn. Að sjálfsögðu átti að hafa sama hátt á hjá öryrkjum. Fella átti niður framfærsluuppbótina hjá öryrkjum, líka, eða fella hana inn í örorkulífeyrinn frá TR.

Nýju almannatryggingalögin tóku gildi 1. jan. 2017 án þess að öryrkjar fengju afnám krónu móti krónu skerðingar. En þeim var tilkynnt, að það yrði gert mjög fljótlega .Ekki var staðið við það. Og enn er ekki farið að standa við þetta loforð. Það hefur verið svikið í 27 mánuði.

Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir.
Stjórnvöld gripu til þess bragðs að segja, að gera þyrfti kerfisbreytingu á TR til þess að unnt væri að afnema krónu móti krónu skerðinguna. Það er rangt, það er blekking.

Í staðinn hefur verið beitt alls konar brögðum og blekkingum gagnvart öryrkjum. Stjórnvöld gripu til þess bragðs að segja, að gera þyrfti kerfisbreytingu á TR til þess að unnt væri að afnema krónu móti krónu skerðinguna. Það er rangt, það er blekking. Það þarf ekki fremur kerfisbreytingu til þess að afnema krónu móti krónu skerðingu gagnvart öryrkjum en gagnvart öldruðum. Það er mjög einföld aðgerð að afnema krónu móti krónu skerðingu öryrkja. Það þarf aðeins að fella framfærsluuppbótina inn í örorkulífeyrinn og hætta skerðingu vegna annarra tekna a.m.k. allt að 60 þús.

Í stað þess að gera þetta beita stjórnvöld valdbeitingu og kúgun gagnvart öryrkjum. Reyna að kúga þá til þess að taka upp starfsgetumat. Stjórnvöld hafa nú beitt öryrkjum valdbeitingu og kúgun í 27 mánuði.

Í stað þess að gera þetta beita stjórnvöld valdbeitingu og kúgun gagnvart öryrkjum. Reyna að kúga þá til þess að taka upp starfsgetumat. Stjórnvöld hafa nú beitt öryrkjum þessari valdbeitingu og kúgun í 27 mánuði. Ríkisstjórn KJ hefur beitt öryrkjum þessum vinnubrögðum í 16 mánuði. Sú stjórn hefur ekki reynst betri í þessu efni en stjórn Sigurðar Inga nema síður sé. Það þarf greinilega að fara með þetta mál fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Það eru framin gróf mannréttindabrot á öryrkjum um leið og þeir eru beittir ofbeldi og kúgun. Kjör öryrkja hafa verið skert um marga milljarða þá 27 mánuði sem ofríkið gegn þeim hefur staðið. Samt dugar lífeyrir þeirra ekki fyrir framfærslu og þeir fengju ekki eina krónu út úr „lífskjarasamningi“ ríkisstjórnarinnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: