- Advertisement -

Öryrkjar fái fiskveiðikvóta

Það eru rúmlega 228 þúsund kall á hvern öryrkja á ári, um 19 þúsund kall á mánuði.

 Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Ég er með tillögu. Það eru 22 þúsund öryrkjar á Íslandi, fólk sem getur ekki unnið fyrir sér vegna tímabundinni eða langvarandi veikinda eða varanlegrar fötlunar. Þetta er rétt tæplega 8 prósent landsmanna 18 ára og eldri. Við eigum fiskveiðiheimildir sem í ár eru um 371,4 þúsund tonn þorskígilda. Í stað þess að úthluta þessu öllu til örfárra útgerðarmanna mætti láta 8% renna til öryrkja, rúmlega 29,5 þús. tonn. Leiguverð á hverju kvótakílói þorsks er í dag um 170 kr. svo ætla mætti að öryrkjarnir gætu aflað sér rúmlega 5 milljarða króna í aukatekjur með því að leigja út kvótann sinn. Það eru rúmlega 228 þúsund kall á hvern öryrkja á ári, um 19 þúsund kall á mánuði. Það munar um minna fyrir fólk sem þarf að berjast síðustu daga mánaðarins fyrir að eiga fyrir mat. Svo væru þetta leigutekjur sem bæru aðeins 22% en ekki rúmlega 36%, sem öryrkjarnir kæmu betur út úr því að fá svona kvóta úthlutað en að fá 5 milljarða króna í hækkun lífeyris (eins hlægilegt og það nú er).

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: