- Advertisement -

Öryrkja vantar tugi þúsunda til framfærslu

Lágmarkslaun eru viðmið um mannsæmandi framfærslu.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti fyrir frumvarpi um almannatryggingar.

„Þegar stór orð á borð við lífskjarasamning eru notuð þarf líka að tryggja að hann þýði sómasamleg lífskjör fyrir alla hópa, ekki síst þá sem setið hafa eftir. Hækkun lífeyris almannatrygginga í samræmi við hækkun lægstu launa er því mjög mikið réttlætismál,“ sagði hann í ræðu sinni.

„Nú er svo komið að tugum þúsunda króna munar á lágmarkslaunum og örorku- og ellilífeyri þegar hækkanir fyrirliggjandi frumvarps til fjárlaga koma til. Samfylkingin telur að óskertur lífeyrir almannatrygginga eigi aldrei að vera lægri en lágmarkslaun. Lágmarkslaun eru viðmið um mannsæmandi framfærslu og það hlýtur að eiga við um öryrkja og eldri borgara líka. Um það er kveðið á í gildandi lögum. Auk þess er löngu tímabært að draga verulega úr tekjutengingu lífeyrisgreiðslna almannatrygginga. Ekkert slíkt sýnist mér hins vegar fyrirhugað hjá ríkisstjórninni.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: