Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, skrifar:
Skerðingar í boði ríkisstjórnarinnar koma beinlínis í veg fyrir að fólk sé í vinnu þar sem það lendir jafnvel í mínus ef það vinnur. Lesið sögu Georgs en hann eins og svo margir aðrir er í stöðu sem hann hélt hann myndi aldrei lenda í, öryrki! „Honum var boðin 25 prósent vinna hjá Hlutverkasetrinu og gladdist yfir 45 þúsund krónunum sem hann fékk borguð fyrir skúringarnar eða þangað til að það rann upp fyrir honum að hann missti húsaleigubæturnar sínar. Leigan hækkaði og á endanum tapaði hann 20 þúsund krónum.“
Þú gætir haft áhuga á þessum