Þuríður Harða Sigurðardóttir skrifar:
Loksins er komin þessa réttláta niðurstaða, ömurlegt að hafa þurft að fara í gegnum öll dómstig til að fá niðurstöðu sem var eiginlega augljós frá upphafi. Það er ástæða til að gleðjast yfir sigri í þessu dómsmáli sem mun bæta haga margra sem verst hafa kjörin. Þetta er umhugsunarverð niðurstaða fyrir TR. Niðurstaða málsins er fordæmisgefandi fyrir öll önnur sambærileg tilvik þar sem einstaklingur hefur búið í öðru landi en nýtur ekki neinna eða lágra lífeyrisgreiðslna þaðan.