Stjórnmál

Öruggari snjallsímar til varnar glæpum

By Miðjan

February 12, 2016

NEYTENDUR  „Eflaust hafa nú margir skipt gamla farsímahlunknum út fyrir tæknivæddan snjallsíma, með öllum þeim möguleikum sem því fylgja. Farsíminn er ekki lengur einungis notaður til að hringja og senda smáskilaboð, heldur einnig til að fylgjast með samfélagsmiðlum, vafra um internetið, stunda bankaviðskipti o.s.frv,“ segir á heimasíðu Neytendasamtakanna. Samkvæmt frétt á heimasíðu U.S. News hefur hin aukna notkun snjallsíma (svo sem til að kaupa vörur á netinu og greiða fyrir þær) aukið hættuna á netárásum. Þar kemur fram að samkvæmt skýrslu frá Norton vírusvarnarfyrirtækinu árið 2013 verður einn af hverjum þremur snjallsímanotendum fyrir einhvers konar netglæp í snjallsímanum sínum. Til að verjast slíkum glæpum er gott að hafa eftirfarandi í huga:

Sjá nánar á ns.is.