Tilkynning Monique Barbut, framkvæmdastýra Eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna, mun færa rök fyrir því að landgræðslumál og betri stjórn landnýtingar á heimsvísu geti hjálpað við aðlögun að loftslagsbreytingum og þurrkum; dregið úr fólksflótta og átökum vegna rýrnandi náttúruauðlinda og tryggt sjálfbæra landbúnaðar- og orkuframleiðslu. Ísland gegnir svo sannarlega hlutverki í þessu samhengi.
Barbut er reyndur franskur diplómat og þjónaði áður sem framkvæmdastýra Global Environment Facility (2006-2012).
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, flytur upphafsávarp.
Fundarstjóri: Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða.
Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir.