Milljarðagjöf ríkisins til bílaleigufyrirtækja getur varla verið sjálfsögð. Ætlunin er að þau verði með fleiri rafbíla en nú er.
Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingu er í hópi þeirra sem þykir þetta ekki sjálfsagt.
„Ég hefði talið miklu eðlilegra að setja almennar reglur um lágmarkshlutdeild hreinorkubíla í bílaflota bílaleigufyrirtækja frekar en að standa í svona fjáraustri á verðbólgutímum. Orkuskiptin mega ekki verða átylla fyrir ómarkvissar peningagjafir úr ríkissjóði, jafnvel til stórra og stöndugra fyrirtækja. Slíkt grefur undan sátt og samstöðu um þær aðgerðir sem verður að ráðast í til að fasa út jarðefnaeldsneyti á komandi árum,“ sagði Jóhann Páll í samtali við Miðjuna.
-sme