- Advertisement -

Orkupakkinn og þjóðernisíhaldið

Umræðan mun afhjúpa getuleysi íslenskra Evrópusinna.

Gunnar Smári skrifar:

Umræðan um 3ja orkupakkann mun afhjúpa ósvífni þjóðernisíhaldsins, sem mun reyna að magna þessa tilskipun upp í einskonar Icesave, árás útlendinga á fullveldi íslensks samfélagsins og saka alla sem er því ekki sammála um að vera landráðafólk. En umræðan mun einnig afhjúpa getuleysi íslenskra Evrópusinna til að halda uppi vitrænni samfélagsumræðu; þeir munu saka alla sem hreyfa efasemdum um 3ja orkupakkann um að vera þjóðernisöfgasinnar, fávita og alls ekkert smart. Þetta er sami málflutningur og öfgamiðjan beitti gegn Donald Trump og tapaði, sami málflutningur og öfgamiðjan beitti gegn Brexit og tapaði og sami málflutningur sem liggur að baki þeirri kenningu að meginátök næstu ára muni verða á milli þessara tveggja hópa; þjóðernisíhalds og öfgamiðjunnar. Svo verður ekki. Meginátök næstu ára verða stéttaátök sem hvorki þjóðernisíhaldið né öfgamiðjan ræður við. Og út frá stéttaátökum er þessi 3ji orkupakki aðeins enn ein sending hins alþjóðlega auðvalds í gegnum þær alþjóðlegu stofnanir sem það stýrir sem gerir kröfur um að almenningur færi það undir hið alþjóðlega auðvald sem áður tilheyrði hinum lýðræðislega vettvang.

Hér er svo spurning til fylgisfólks 3ja orkupakkans: Við höfum heyrt hvað ykkur finnst um andstæðinga 3ja orkupakkans, að þeir séu ómögulegir; en hvað finnst ykkur gott við 3ja orkupakkann?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: