- Advertisement -

Orkupakkinn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur

„Mig langar, með leyfi forseta, að byrja á því að lesa lítið brot úr ályktun sem hljóðar svona, með leyfi forseta:

„Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins.“

Mig langar að lesa þetta aftur:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins.“

Þetta er landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins frá því í mars í fyrra 2018, en er núna gleymd.“

Þannig hóf Þorsteinn Sæmundsson þingræðu um þriðja orkupakkann. Hann nýtti tækifærið til að lýsa upp skoðanamuninn milli Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.

Hann las því næst upp ályktun frá flokksráðsfundi Miðflokksins frá því 30. Mars:

„Miðflokkurinn stendur vörð um fullveldi, sjálfstæði og auðlindir þjóðarinnar. Flokkurinn vill treysta forræði þjóðarinnar yfir auðlindum sínum og mun leggjast gegn samþykkt þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Flokkurinn samþykkir hvorki afsal á fullveldi Íslands yfir orkuauðlindinni né fyrirsjáanlega hækkun á raforkuverði hér á landi.“

Þorsteinn ætlar eigin flokki stórt hlutverk í þessu máli:

„Miðflokkurinn hefur tekið að sér að standa vörð um fullveldi, sjálfstæði og auðlindir þjóðarinnar. Hann hefur tekið að sér að standa vörð um stjórnarskrána. Hann hefur tekið að sér að standa vörð um áframhaldandi hagsæld á Íslandi sem nýtast mun komandi kynslóðum. Og það vill nú svo til að í þessari varðstöðu okkar sem við þingmenn flokksins höfum reynt að koma hér á framfæri mjög gaumgæfilega undanfarna tvo daga, eru einu svörin sem við fáum ekki um málefnin, heldur um flokkinn sjálfan. Ég hef ekkert á móti því að andstæðingar okkar auglýsi upp okkar ágæta flokk. Mér þykir það mjög gott. En ég skil ekki af hverju menn taka ekki þátt í málefnalegri umræðu, sem margir hverjir hafa ekki gert.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: