„Orkan okkar“
Mega menn ekki hafa skoðanir?
Össur Skarphéðinsson skrifar:
Ung og áreiðanlega efnileg þingkona leyfði sér að hafa skoðanir á orkupakkaræflinum á þingi undir dagskrárlið sem Þráinn Bertelsson kallaði einu sinni „hálftími fyrir hálfvita.“ Af tilviljun horfði ég á ræðuna. Hún var flutt af kurteisi sem ég náði því miður aldrei að tileinka mér. Í kjölfarið slæddist ég inn á „Orkan okkar“ þar sem einhver vitsmunavera hafði deilt frétt af ræðunni. Það var lífsreynsla.
Einkunnirnar sem henni voru gefnar af hinum málefnalegu andstæðingum orkupakkaræfilsins voru meðal annars þessar: Dramb, hroki, landráðafólk, ómerkileg, ósmekkleg, forhert, ræningjar, grey, skítalykt, skítadreifarar, „greyið stígur ekki i vitið“, lygi, lágkúra, og kona kallar kynsystur sína „litlu stelpuna sem talar einsog henni er sagt að gera“.
Mega menn ekki hafa skoðanir? Er það ekki í lagi að fara eftir sannfæringu sinni og styðja hana rökum? Eru andstæðingar orkupakkans á móti því að fólk fari eftir fyrirmælum stjórnarskrárinnar og lúti sannfæringu sinni?
Annars allt gott að frétta úr Vesturbænum.
Tekið af Facebooksíðu Össurar.