- Advertisement -

Örfréttir morgunsins

Örfréttir Hér að neðan eru stuttar fréttir þar sem segir af því helsta sem lesa má á einstaka vefmiðlum, nú í morgunasárið.

Þórey grunuð í lekamálinu

dv.is Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarkona innanríkisráðherra, er með réttarstöðu grunaðs manns í lekamálinu samkvæmt því sem dv.is greinir frá.

Samkvæmt heimildum DV hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rökstuddan grun um að Þórey hafi þann 19. nóvember í fyrra lekið trúnaðargögnum til fjölmiðla í þeim tilgangi að sverta mannorð hælisleitanda frá Nígeríu. Þórey hefur hafnað ásökunum um lekann. DV bauð henna að tjá sig um málið, en hún afþakkaði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

 Bara á fyrsta farrými

Visir.is Franska flugfélagið La Compagnie leigir farþegaþotu af Loftleiðum Icelandic og mun eingöngu bjóða ferðir á fyrsta farrými. Flýgur á milli Parísar og Newark í Bandaríkjunum. Loftleiðir eru einnig með “VIP”-þotu sem flýgur um allan heim.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

 Veiði hafin í Elliðaánum

RÚV Laxveiðin í Elliðaánum hófst klukkan sjö í morgun þegar Reykvíkingar ársins, sem eru tveir að þessu sinni, bræðurnir Gunnar og Kristján Jónassynir, kaupmenn í versluninni Kjötborg við Ásvallagötu, renndu fyrstur manna í Sjávarfossinn undir handleiðslu árnefndar.

Auk þeirra voru Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Björn Blöndal, formaður borgarráðs, viðstaddir opnunina ásamt forystumönnum Orkuveitu Reykjavíkur.

Hannes átti 155 milljóna bíl

 dv.is Hannes Smárason fjárfestir átti árið 2011 Bugatti-sportbíl sem kostar um það bil eina milljón evra, um 155 milljónir króna, en selst notaður fyrir rúmar hundrað milljónir króna. Bíll Hannesar var af gerðinni Bugatti Veyron 6.064. Hannes keypti bílinn árið 2007 og hefur átt hann æ síðan, að minnsta kosti til ársins 2011, en gögnin sem DV hefur undir höndum um bílinn eru frá því ári.

Engar breytingar hjá fiskiskpum

Mbl.is Flugvélar nota um 50% minna eldsneyti í dag en fyrir 40 árum en enn er jafnmikilli olíu brennt á fiskiskipunum og fyrir 40 árum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: