- Advertisement -

Örfáir auðmenn blóðmjólka samfélögin

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Hvers konar meðferð er þetta á almannaeign? Ríkisstjórninni er treyst til að gæta eigna almennings. Hún fer þannig með þessar eigur að hún leigir Eskju bolfiskkvóta fyrir um 55 m.kr. í veiðigjöld á ári, sem fyrirtækið leigir síðan frá sér á 700-950 m.kr. árlega. Í raun er þetta framlag úr ríkissjóði til einnar fjölskyldu, sem á Eskju, upp á 650-900 m.kr. árlega. Ár eftir ár. Þetta er eilítið lægri fjárhæð en Fjarðabyggð, ekki bara Eskifjörður heldur öll Fjarðabyggð, fær úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, jafngildir um 1/4 af öllum skatttekjum Fjarðabyggðar. Í samanburðinum má sjá að það er ekki skattbyrðin sem er að sliga samfélögin heldur það hvernig örfáir auðmenn blóðmjólka þau, soga upp úr þeim lífsaflið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: