Fréttir

Orð dagsins: Dýrt að hækka laun

By Miðjan

April 19, 2018

Orð dagsins á Ásta Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs;

„Það er dýrt að hækka laun á Íslandi. Of hár launakostnaður mun á endanum bitna harkalega á samkeppnishæfni landsins. Því miður er staðreyndin sú að Ísland verður æ oftar undir vegna óhagstæðra ytri rekstrarskilyrða. Íslensk verkfræðistofa lenti til að mynda í því nýverið að vera undirboðin af norskri verkfræðistofu. Þegar stjórnendur grennsluðust fyrir um hvernig á þessu gæti staðið þar sem launakostnaður í Noregi er hár kom á daginn að meirihluti starfsmannanna er í AusturEvrópu, þar sem laun eru umtalsvert lægri, en verkstjórnunin fer fram í Noregi. Þetta dæmi sýnir að veruleg hætta er á því að verðmæt og vel launuð störf, jafnvel hátæknistörf, flytjist smám saman úr landi ef ekki er hugað að samkeppnisskilyrðum atvinnulífsins.“