- Advertisement -

Óraunhæfar byltingarhugmyndir

Andvaraleysi stjórnmálamanna endurspeglaði þessa hamingju, menn lifðu fyrir líðandi stund.

Ragnar Önundarson skrifar:

Í byrjun kvótans sáu menn ekki fyrir að hann mundi þjappast saman. Á þeim tíma var hvorki minnst á framsal né veiðigjald og þaðan af síður „Alaska-leiðina“ sem Jón Baldvin er að vekja máls á. Menn sáu það sem eðlilegan og sjálfsagðan hlut að úthluta kvótanum til þeirra sem höfðu tækin til að veiða hann. Framsalið var ákveðið af vinstri stjórninni 1990. Menn sáu að hagkvæmt yrði að úrelda tvo ryðkláfa fyrir einn nýjan frystitogara og sameina kvóta ryðkláfanna, en menn sáu ekki fyrir samþjöppunina og skollaleikinn með tengd félög.

Vegna hagræðingarinnar létu menn sér i léttu rúmi liggja að smáfyrirtækjum fækkaði og menn fóru að tínast út úr greininni með fullar hendur fjár. Ástæðan var sú að hagræðingin gerði greininni kleift að búa við sífellt sterkara gengi. Afleiðing þess var mikill kaupmáttur og velmegun, sem hamingjusamur almenningur skildi ekki hvernig var til kominn. Andvaraleysi stjórnmálamanna endurspeglaði þessa hamingju, menn lifðu fyrir líðandi stund. Nú eru menn að vakna upp við vondan draum. Misskipting tekna og eigna var ekki markmiðið. Auðveldara er að koma sér í vandræði en úr þeim.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svo miklir hagsmunir eru tengdir kvótanum að engar líkur eru á að kerfinu verði bylt. Menn verða að þróa það fremur en bylta. Allar hugmyndir um byltingu eru óraunhæfar og þess vegna óbreyttu ástandi í vil. Sá vinalausi hlær sig máttlausan yfir þeirri umræðu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: