„Pistlahöfundar Forbes tímaritsins sér Keflavíkurflugvöll fyrir sér sem tengistöð fyrir flugfélög Indigo Partners. Leiðakerfi flugfélaganna eru þó ekki gerð fyrir stórsókn á markaðinn fyrir flug yfir Atlantshafið,“ þetta segir á turisti.is.
Þar segir einnig: „Ef kaup Indigo Partners á WOW air verða að veruleika þá gætu nýir eigendur breytt íslenska lággjaldaflugfélaginu í einskonar gerviflugfélag. Þannig gætu þeir gert farþegum hins bandaríska Frontier að fljúga til Íslands og skipta þar yfir í þotu á vegum ungverska flugfélagsins Wizz air en þó sem farþegar WOW air. Indigo Partners á nefnilega Frontier og fer með stóran hlut í Wizz air. Kaupin á WOW myndu þá vera liður í að tengja saman leiðakerfi flugfélaganna tveggja.“