Stjórnmál

Ora innkallar graflaxasósu

By Miðjan

December 18, 2015

Neytendur Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Ora um innköllun á öllum framleiðslulotum af Ora Graflaxsósu vegna framleiðslugalla. Framleiðslugallinn felst í því að áferð sósunar er ekki í lagi.

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað vörunni í þá verslun þar sem hún var keypt. Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri ORA í síma 522 2773 eða á netfangið helgab@ora.is.