Fréttir

Opinbert haftagengi og lækkað útboðsgengi

By Miðjan

August 20, 2014

 

Efnahagsmál Jón Siguðrsson, fyrrverandi bankastjóri í Seðlabankanum og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, skrifar fína grein í Markaðinn, viðskiptablað Fréttablaðsins. Hann skrifar meðal annars:

„Gjaldeyrishöftum verður ekki lyft á næstunni, enda flókið ferli áður við þrotabú bankanna. Fyrir utan verðtryggða krónu höfum við nú þegar margfalt gengi: opinbert haftagengi, lækkað útboðsgengi Seðlabankans og ýmis frávik í öðrum skiptum. Margir hrökkva við þegar talað er um að „einangra“ þrotabúin og áhrif uppgjöra „frá hagkerfinu“ að öðru leyti. Menn fara að velta því fyrir sér hvort nú eigi virkilega að hverfa aftur fyrir árið 1959 og byrja á ný með millifærslur, uppbætur og margfalt gengi. Í sömu átt hníga sum gagnrýnisorð ráðamanna um peningamálastefnu Seðlabankans. Vonandi hafa ráðamenn reynslu þjóðarinnar í huga og varast gömul víti þegar ákvarðanir verða teknar.“