Fréttir

Opinberir eru meira fjarverandi

By Miðjan

May 20, 2015

Vinnumarkaður Meiri fjarvistir frá vinnu eru á opinberum vinnustöðum en einkareknum. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar. Sjá nánar hér.

Samkvæmt þeim tölum sem safnað var í verkefninu þá var hlutfall fjarveru hærra á opinberum vinnustöðum í samanburði við einkarekna vinnustaði öll þrjú árin sem verkefnið stóð yfir, eða 19,7 á móti 9,9. Starfsmenn á opinberum vinnustöðum eru einnig fleiri daga frá að meðaltali vegna veikinda barna en þeir sem vinna á einkareknum vinnustöðum eða 2,1 á móti 1. Þetta á einnig við um tíðni veikinda en árið 2014 voru starfsmenn á opinberum vinnustöðum rúmlega fimm sinnum veikir yfir árið í samanburði við rúmlega þrisvar sinnum á einkareknu vinnustöðunum. Er þessi munur sláandi og gríðarlega mikilvægt að komast að ástæðum hans.