- Advertisement -

Opinbera átökin í ríkisstjórninni

Áslaug Arna:

„…hætt­an á að al­var­leg fjölda­veik­indi verði heil­brigðis­kerf­inu ofviða er ekki leng­ur fyr­ir hendi…“

„Stærst­ur hluti fólks á Íslandi og í ná­granna­lönd­um er bólu­sett­ur og hætt­an á að al­var­leg fjölda­veik­indi verði heil­brigðis­kerf­inu ofviða er ekki leng­ur fyr­ir hendi miðað við þær upp­lýs­ing­ar sem okk­ur voru kynnt­ar af sóttvarnayfirvöldum víða um heim,“ skrifar Áslaug Arna dómsmálaráðherra í Moggagrein.

„Al­menn­ing­ur hef­ur tekið á sig marg­vís­leg­ar byrðar síðastliðið ár sem hef­ur skilað okk­ur þeim góða ár­angri sem að var stefnt. Staðan nú kall­ar því ekki á íþyngj­andi aðgerðir, held­ur að við treyst­um fólki til að meta hvernig það hag­ar sín­um eig­in sótt­vörn­um, byggt á þeirri reynslu sem við höf­um öll aflað okk­ur und­an­far­in miss­eri,“ skrifar hún.

Þetta er í takti við það sem hún sagði í gær eftir ríkisstjórnarfundinn. Hún vildi engar breytingar á landamærunum. Vildi ekki fara að ráðum sóttvarnarlæknis.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svandís:

„Sjálf­stæðis­menn hafa auðvitað komið fram með efa­semd­ir um ýms­ar sóttvarnaráðstafanir, í raun frá upp­hafi far­ald­urs­ins.“

„Sjálf­stæðis­menn hafa auðvitað komið fram með efa­semd­ir um ýms­ar sóttvarnaráðstafanir, í raun frá upp­hafi far­ald­urs­ins,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í fréttum RÚV í gærkvöld, sýnilega langþreytt á andstöðu Sjálfstæðisflokksins við aðgerðir vegna Covid.

Tveir mánuðir eru til kosninga. Sýnilega eru flokkarnir að ýta sér hver frá öðrum. Átökin milli þeirra munu aukast. Svandís sagði þetta ekki óvart. Hún vill greinilega opinbera ágreininginn við Sjálfstæðisflokk og minna á að Vg var eitt sinn talinn vera vinstri flokkur. Öll vita að meira þarf til.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: