Davíð:
„En tilfallandi mál opinbera einnig stjórnleysi og aumingjadóm. Og það gerði svo sannarlega snjóhríð og erfið átt, sem hvorugt var af verstu gerð, þótt slæmt væri.
„Borgarmálin eru í bullandi uppnámi og ekki verður betur séð en að opinber rannsókn hljóti að verða leiðin út úr ógöngunum,“ segir í leiðara Moggans. Leiðarinn er greinilega skrifaður af Davíð Oddssyni, fyrrum borgarstjóra.
„En tilfallandi mál opinbera einnig stjórnleysi og aumingjadóm. Og það gerði svo sannarlega snjóhríð og erfið átt, sem hvorugt var af verstu gerð, þótt slæmt væri. Þegar í stað varð algjörlega ófært um alla borg! Ríkisútvarpið „RÚV“ spurði mann hjá borginni, sem var sagður eiga að bregðast við atvikum eins og þessum, út í öngþveitið sem varð. Hann viðurkenndi aftur og aftur að þetta hefði ekki verið nægjanlega gott og var sú játning þó óþörf. En hann bætti því við til afsökunar að borgin hefði aðeins „tvær gröfur“ – „TVÆR GRÖFUR“ sem nota mætti í verkefni af þessu tagi og hefðu þær ekki haft undan. Engu var líkara en „RÚV“ hefði farið þorpavillt og náð sambandi við 150 manna sveitarfélag úti á landi þar sem alls ekki væri útilokað að tvær gröfur hefðu getað hjálpað til að halda 200 metra aðalgötu sveitarfélagsins opinni,“ skrifar Davíð.
Davíð fjallar líka um sig sem borgarstjóra:
„Á meðan borgin var og hét og var ekki stjórnað af óvitum, þá hafði hún öfluga sveit Véladeildar borgarinnar, sem búin var bestu tækjum sem völ var á í landinu. Einatt þegar von var atburða eins og urðu í gær þá færði borgarstjórinn í alvöru borg sig inn í höfuðstöðvar Véladeildar borgarinnar, sem var hið næsta höfuðstöðvum borgarverkfræðings, og fylgdist með viðbrögðum öflugra sveita fram eftir nóttu. En nú þarf ekki annað en smáa snjósnerru og goluþyt til að öllu sé siglt í strand í borg manna sem treysta á tvær litlar gröfur í veðurneyð.“