- Advertisement -

Opinber átök í flatreka forystuflokki

En lík­leg­ast er að fyrr­nefnd­ir hóp­ar hafi hlustað bet­ur en meðaltalið vegna vin­semd­ar eða hreinn­ar flokks­holl­ustu.

Formennirnir Davíð Oddsson og Bjarni Benediktsson. Bjarni sætir harðri gagnrýni af hálfu Davíðs: „Satt best að segja er þarna kveðið miklu fast­ar að en formaður­inn tem­ur sér alla jafn­an. Ekk­ert fer á milli mála.“

„Það má benda á að sá hluti ís­lensku þjóðar­inn­ar sem læt­ur sig helst varða það sem frá Sjálf­stæðis­flokkn­um kem­ur og er enn drjúg­ur þótt skroppið hafi sam­an sein­asta rúma ára­tug­inn, taldi ástæðulaust að hafa áhyggj­ur af und­ir­mál­um í þessu orkupakka­máli,“ skrifar formaðurinn fyrrverandi.

Það ber að hlusta þegar Davíð Oddsson tjáir sig um átökin innan Sjálfstæðisflokksins. Víst virðist að Davíð er fjarri sáttur við formennsku Bjarna Benediktssonar. Áhrif Davíðs innan flokksins eru enn nokkur. Einkum meðal þeirra eldri.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Af lestri skrifa Davíðs, sem og annarra af hans kynslóð, er víst að Sjálfstæðisflokkurinn á í miklum vanda. Ekki bara fjárhagslega heldur og einnig pólitískt. Orkupakkinn er ekki aðalmálið. Hann er kornið sem fyllti mælinn. Lengi hefur kraumað undir. Þar vegur Icesave sennilega þyngst.

Davíð kýs að árétta málflutning Bjarna hvað varðar orkupakkann:

Frá landsfundi:
„Sjálf­stæðis­menn telja það reglu en ekki und­an­tekn­ingu að formaður­inn tali í takt við það sem flokk­ur­inn samþykki á Lands­fund­um sín­um.“

„Lands­fund­ur flokks­ins hafði tekið af þunga á því máli sein­ast þegar hann mátti. Það styrkti al­menna flokks­menn í góðri trú sinni að fyr­ir réttu ári lagði formaður flokks­ins lykkju á sína leið í ræðustól Alþing­is og hnykkti á stefnu flokks­ins með mjög af­ger­andi hætti svo eng­inn maður velkt­ist í vafa um eitt né neitt. Hann sagði: „Hvað í ósköp­un­um ligg­ur mönn­um á að kom­ast und­ir sam­eig­in­lega raf­orku­stofn­un Evr­ópu á okk­ar ein­angraða landi með okk­ar eigið raf­orku­kerfi? Hvers vegna í ósköp­un­um hafa menn áhuga á því að kom­ast und­ir boðvald þess­ara stofn­ana? Eru það rök að þar sem Evr­ópu­sam­band­inu hef­ur þegar tek­ist að koma Íslandi und­ir ein­hverja sam­evr­ópska stofn­un sé ástæða til að ganga lengra? Hérna erum við með krist­al­tært dæmi um það, raf­orku­mál Íslands eru ekki innri­markaðsmál.““

Formaðurinn og flokkshollustan

„Satt best að segja er þarna kveðið miklu fast­ar að en formaður­inn tem­ur sér alla jafn­an. Ekk­ert fer á milli mála. Formaður­inn var vissu­lega ekki að tala til kjós­enda þess flokks sér­stak­lega eða fé­laga í þeim flokki. Hann talaði til allr­ar þjóðar­inn­ar. En lík­leg­ast er að fyrr­nefnd­ir hóp­ar hafi hlustað bet­ur en meðaltalið vegna vin­semd­ar eða hreinn­ar flokks­holl­ustu. Og þess­ar yf­ir­lýs­ing­ar komu þeim ekki á óvart. Sjálf­stæðis­menn telja það reglu en ekki und­an­tekn­ingu að formaður­inn tali í takt við það sem flokk­ur­inn samþykki á Lands­fund­um sín­um,“ skrifar Davíð.

Fleiri þingmenn bregðast

Páll Magnússon og Brynjar Níelsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Eflaust eiga þeir þessa sneið frá Davíð:
„En skyndi­lega tóku ein­stak­ir þing­menn, þeirra á meðal þeir sem marg­ur hef­ur talið sér óhætt að bera gott traust til, að birta pistla eins og vott­ar sem gengu þvert á það sem Lands­fund­ur hafði samþykkt.“

„En skyndi­lega tóku ein­stak­ir þing­menn, þeirra á meðal þeir sem marg­ur hef­ur talið sér óhætt að bera gott traust til, að birta pistla eins og vott­ar sem gengu þvert á það sem Lands­fund­ur hafði samþykkt og formaður­inn ít­rekað með svo af­ger­andi hætti að at­hygli og aðdáun vakti. Því er spurt í stíl for­manns­ins sjálfs: Hvað í ósköp­un­um geng­ur mönn­um til?

Kost­irn­ir sem eru í boði eru aðeins tveir. „Kost­ur­inn“ við málið er tal­inn að halda megi því fram að þótt ágrein­ings­laust sé að það sé vita gagns­laust og ástæðulaust fyr­ir Ísland, sé ekki nægi­lega ör­uggt að það sé hættu­legt fyr­ir Ísland og ekki held­ur sé al­gjör­lega ör­uggt að stjórn­ar­skrá­in sé brot­in.

Ókost­ur máls­ins felst í óaft­ur­kræf­um og óbæt­an­leg­um skref­um sem fara í bága við stjórn­ar­skrá lands­ins. Þetta dug­ar öll­um sem bera hag Íslands fyr­ir brjósti. Og þeir og aðrir munu sjálfsagt einnig hugsa til þeirra raka sem formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins flutti af þunga á þingi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: