Ætli útboð gerð brúar yfir Fossvog sé ekki fyrsta alvöru útboðið vegna lagningar Borgarlínu. Útboðið er ónýtt. Og verður að endurtakast. Framkvæmdum seinkar og kostnaður eykst. Dæmigert.
„Ljóst er að tafir verða á framkvæmdum við nýja brú sem til stendur að byggja yfir Fossvog. Í nýlegum úrskurði kærunefndar útboðsmála er felld úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar frá 24. janúar sl. um val á þátttakendum í forvali fyrir samkeppni um hönnun brúarinnar. Áður hafði nefndin með úrskurði í mars sl. stöðvað forvalið um stundarsakir,“ segir í Moggafrétt.
Frétt Moggans endar svona:
„Þá segir kærunefndin að með hliðsjón af þessu og atvikum málsins að öðru leyti verði að miða við að kærendur hafi átt raunhæfa möguleika á að verða fyrir valinu hefðu valforsendur verið settar fram með lögmætum hætti og að möguleikar þeirra hafi skerst við brotið.
Það er því álit kærunefndar útboðsmála að varnaraðilar séu bótaskyldir gagnvart kærendum vegna kostnaðar við að undirbúa umsókn sína og taka þátt í hinu kærða forvali. Þá var Vegagerðinni, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ gert að greiða kærendum óskipt 900.000 krónur í málskostnað.“