- Advertisement -

Ónotaleg gleðihróp á þingpöllum

„Mér fannst mjög skrýtið að upplifa gleði og húrrahróp af pöllum alþingis í gær þegar frumvarp um þungunarrof var samþykkt. Ég hefði sjálf greitt frumvarpinu atkvæði mitt, fyrst og fremst vegna þess að ég veit að engin kona mun liggja ólétt upp í sófa fram að 20.viku og velta fyrir sér hvort hún nenni að eiga barnið eða ekki, svo vel tel ég mig þekkja mannlegt eðli og hef trú á því alveg eins og ég trúi á Guð.“

Þannig skrifar séra Hildur Eir Bolladóttir í grein sem hún skrifar á Facebook.

„Ég lít ekki á frumvarpið sem kvenfrelsi heldur samstöðu samfélagsins með þeim konum sem standa frammi fyrir þeirri skelfilegu ákvörðun eftir 20.vikna sónar að láta eyða fóstri. Þar erum við að tala um algjört neyðarúrræði þar sem ljóst þykir að barnið sé annað hvort ekki lífvænlegt eða þungunin ógnar heilsu og jafnvel lífi móðurinnar og heilbrigðisstarfsólk er þar sérhæft til að meta aðstæður með móðurinni. Mér fannst mjög ónotalegt að upplifa gleðihróp brjótast út við samþykkt frumvarpsins, við erum að tala um kannski ömurlegustu ákvörðun sem kona þarf að taka en með frumvarpinu erum við sem samfélag með hjálp löggjafans að segja; „við skiljum aðstæður þínar og höfum samkennd með þér í erfiðustu ákvörðun lífs þíns.“

Hildur Eir endar þessum orðum: „Það er svo alvarlegt að fylgjast með því hvernig hin svarthvíta umræða er orðin hér á Íslandi að fólk telur sig hafa sigrað þó að niðurstaðan sé í raun sársaukafull eins og í þessu tilviki.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: