Stjórnmál „Ósmekklegheit minnihlutans á Alþingi eiga sér fá takmörk,“ skrifar Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins á Facebooksíðu sína.
Hann segir að á fundi utanríkismálanefndar í gær hafi veriðr rætt um málefni Palestínu og Úkraínu. „Samhljómur var í afstöðu meiri- og minnihluta í málefnum Palestínu. Minnihlutinn vildi síðan senda frá sér bókun um málið en meirihlutinn benti á að hefð væri ekki fyrir slíkum bókunum, auk þess sem þingsköp gerðu ekki ráð fyrir því. Þá bentum við á að undarlegt væri að senda frá sér bókun um Palestínu, en þegja þunnu hljóði um Úkraínu. Minnihlutinn lét sér ekki segjast og sendi út ályktun. Í framhaldinu gefur Svandís Svavarsdóttir í skyn í bloggfærslu að annarleg sjónarmið ráði ríkjum hjá meirihlutanum. Ömurlegri verður málflutningurinn vart – sorglegt að sjá fólk nýta sér neyð fólks í Palestínu til að slá pólitískar keilur á Íslandi.“