- Advertisement -

Ömurlegt og heimskulegt hjá forsætisráðherra

Katrín í þingsal að svara fyrir um hvalveiðar.

Helga Vala Helgadóttir situr þingfund og heyrði Katrínu Jakobsdóttur svara fyrirspurn um hvalveiðar. Helgu Völu var misboðið og skrifar:

„Forsætisráðherra var spurð að því rétt í þessu hvort hún teldi rannsókn á sjálfbærni hvalveiða fullnægjandi. Hún svaraði því afdráttarlaust neitandi. 
Þá var hún spurð að því hvort í því ljósi hún hygðist beita sér fyrir breytingu á ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að heimila hvalveiðar. Forsætisráðherra svaraði því að ákvörðun hefði verið byggð á bestu upplýsingum dagsins… sem hún sagði þó að væru ófullnægjandi og að hún teldi nauðsynlegt að fara í frekari rannsókn. Semsagt, hún, þvert á stefnu (eða skulum segja fyrri stefnu) VG leyfir hvalveiðar þrátt fyrir ófullnægjandi upplýsingar um það tjón sem þær valda. Þetta þykir mér algjörlega ömurlegt og frámuna heimskulegt og skaðlegt að auki.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fortíðin getur verið skemmtileg, eða óþægileg:

„Við veiðarnar er beitt ómannúðlegum veiðiaðferðum til að viðhalda áhugamáli örfárra útgerðarmanna. Háum upphæðum af opinberu fé hefur verið kastað á glæ til að styrkja þessa áhugamenn um hvalveiðar. Nú er mál að linni,“ segir í samþykkt landsfundar VG árið 2015 um hvalveiðar. Þá lék enginn vafi á að hvalveiðar voru ekki þjóðhagslega sjálfbærar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: