- Advertisement -

Ömurlegir stjórnmálamenn

Lesa þingmenn, ráðherrar og borgarfulltrúar ekki og hlusta þeir ekki? Taka þeir aðeins við sér ef þeir geta horft á sjónvarpið sitjandi í sínum leysiboj.

 Það er sárt að heyra til og horfa á stjórnmálamenn koma fram, hvern af öðrum, fulla af vandlætingu vegna þess að í gær var sýndur sjónvarpsþáttur um hluti sem verður að ætlast til að alþingismenn hafi allir vitað af og vitað um. En flestir þeirra hafa þagað um til þessa.

Nú virðist sem sumir hverjir ætli að nota sjónvarpsþátt til að láta á sér bera. Það er skammarlegt.

Allir sem hafa hlustað og lesið síðustu ár hafa vitað þetta. Ríki og borg semja aftur og aftur við fyrirtæki sem bjóða svo lágt í verk, sem fara í útboð, að óhugsandi er að allt sé með felldu. Til þessa hafa stjórnmálamenn og margir embættismenn haldið fyrir augun og hvorki hreyft legg né lið til a sporna við óheilindum kennitöluflakki, níðingsskap og þrælahaldi.

Að vakna núna og þykjast vera full vandlætingar er ódýrt. Eins má spyrja, lesa þingmenn, ráðherrar og borgarfulltrúar ekki og hlusta þeir ekki? Taka þeir aðeins við sér ef þeir geta horft á sjónvarpið sitjandi í sínum leysiboj.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér er sýnishorn frá því í 2016, þá var haft eftir þáverandi þingflokksformanni Samfylkingarinnar, Helga Hjörvar, og orð hans eru visuð á vef þingsins:

„Forystumenn í verkalýðshreyfingunni, m.a. formaður Framsýnar, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna og forystumenn Alþýðusambandsins, hafa að undanförnu ítrekað bent á mörg alvarleg dæmi um ólögmæta starfsemi, um starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði sem eru ekki skráðir og njóta ekki réttinda, um starfsmannaleigur sem hér hafa starfað í landinu jafnvel frá árinu 2014 án þess að vera nokkurs staðar skráðar eða skila gjöldum eða standa skil á réttindum starfsmanna sinna,“ sagði Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær, þegar hann hóf umræður um starfsmannaleigur og félagsleg undirboð.

Félagsmálaráðherra þess tíma, Eygló Harðardóttir var með lokun augun, eins og svo margir sem nú starfa í stjórnmálunum:

„Ég tel mig geta fullyrt hér að opinberir aðilar ætla, vilja og eru að standa vaktina ásamt aðilum vinnumarkaðarins um að hér sé farið að gildandi lögum og kjarasamningum á innlendum vinnumarkaði. Þar skiptir samstarf við aðila vinnumarkaðarins mjög miklu máli. Það er okkur jafnframt mikið kappsmál að fyrirtæki sem starfa hér á landi sjái hag sínum betur borgið með að virða þá kjarasamninga og þau lög sem í gildi eru fremur en að fara í kringum þær reglur sem samið hefur verið um þannig að ekki þurfi að reyna á þær eftirlitsheimildir sem framangreindir aðilar hafa. Þegar öllu er á botninn hvolft hlýtur það að vera vænlegast til árangurs fyrir alla aðila og þá ekki hvað síst hagkvæmast þegar til lengri tíma er litið, bæði faglega og fjárhagslega.“

Umræðurnar frá því janúar 2016 eru fengnar úr frétt Miðjunnar.

-sme

Starfsmannaleigur og undirboð


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: