- Advertisement -

Ómannúðleg og ófagleg framkoma

Stjórnmál Úttekt innriendurskoðunar Reykjavíkur á ferðaþjónustu fatlaðs fólks hefur vakið verðskuldaða og mikla athygli.Í bókun borgarráðs segir um þetta:

„Úttekt innri endurskoðunar á aðdraganda, innleiðingu og framkvæmd breytinga á ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu er vönduð og ítarleg og varpar skýru ljósi bæði á það sem vel var gert og það sem brást í ferlinu. Undirbúningur breytinganna var góður og ekki eru gerðar miklar athugasemdir við þá stefnumótun sem slíka. Brestirnir fólust fyrst og fremst í því að ekki var skýrt hver átti að bera ábyrgð á heildarumsjón með innleiðingu breytinganna eftir að verkefnið hafði verið falið Strætó bs. Upplýsingagjöf var mjög ábótavant, bæði til notenda þjónustunnar og eftirlitsaðila sveitarfélaganna, velferðarsviða og velferðarráða. Vönduð breytingastjórnun byggist á skýrt skilgreindri ábyrgð og góðu upplýsingaflæði og þegar um viðkvæma þjónustu á borð við þessa er að ræða verður að vanda sérstaklega vel til verka. Nauðsynlegt er að draga lærdóm af mistökunum til að tryggja að slíkt gerist ekki aftur þegar viðamiklar breytingar eru gerðar á þjónustu.“

 

„Pólitískt skipaðar stjórnir verða að bera pólitíska ábyrgð og í því ljósi bendum við á að enn er óafgreidd tillaga okkar Framsóknar og flugvallarvina frá 12. febrúar 2015 um að borgarstjórn hlutist til um að skipta út stjórnarmanni og varamanni sínum í byggðasamlaginu Strætó bs. ásamt því að skorað er á fulltrúa Reykjavíkurborgar í Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að leggja fram tillögu á stjórnarfundi SSH um að öll stjórn Strætó bs. verði leyst frá störfum og ný stjórn skipuð, þar sem núverandi stjórn hefur misst traust íbúa höfuðborgarsvæðisins og borgarbúa til áframhaldandi verka.  Er hér með skorað á borgarráð að taka tillöguna til afgreiðslu strax á næsta fundi borgarráðs,“ segir í bókun fulltrúa Framsóknarflokksins.

 

 

„Svört skýrsla um ferðaþjónustu fatlaðra er harkalegur dómur yfir margvíslegum mistökum stjórnar Strætó bs., stjórnenda og velferðarráðs Reykjavíkur. Í skýrslunni er staðfest að öllum starfsmönnum í ferðaþjónustu Strætó bs. var sagt upp öfugt við það sem haldið hefur verið fram. Með uppsögnum fatlaðs starfsfólks hjá Strætó bs. glataðist mikilvæg þekking á þörfum notenda og áratugareynsla fyrir borð borin. Framkoma stjórnenda við starfsfólk var ómannúðleg og ófagleg,“ segir í bókun Sjáflstæðismanna, og að fulltrúar í stjórn hljóta að hugleiða stöðu sína.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: